Mest lesnu fréttir ársins á skagafrettir.is – sæti nr. 21-25

Nú fer að styttast í að árið 2017 verði gert upp á skagafrettir.is. Við erum byrjuð á niðurtalningu á mest lesnu fréttum ársins en listinn teygir sig reyndar aðeins inn í lok ársins 2016 á upphafsdögum skagafrettir.is.

Alls verða 30 mest lesnu fréttir tímabilsins gerðar upp næstu vikurnar og við byrjuðum á sætum nr. 25.-30. Og nú er komið að fréttum sem voru í sætum nr. 21.-25.

Hægt er að lesa fréttirnar með því að smella á myndirnar hér fyrir neðan. Allar þessar fréttir fengu vel á annað þúsund heimsóknir og eru enn að fá heimsóknir af og til.

21. sæti:

Viðtal við Skagamanninn Magnús Brandsson er í 21. sæti yfir mest lesnu fréttir ársins. Magnús breytti um áherslur í lífi sínu og fór m.a. að ganga á fjöll samhliða golfíþróttinni. Viðtalið vakti athygli en það fór í loftið 25. nóvember 2016 og sagan af Magnúsi fór víða – og vel á annað þúsund lásu viðtalið.   

22. sæti:

Bréf frá forvarnarhóp sem kallast Brúin sendi frá sér um rafrettur vakti mikla athygli,. Bréfið fór í loftið þann 17. október og var mikið lesið – og skiptar skoðanir voru um framtakið hjá forvarnarhópnum. Þessi frétt er í sæti nr. 22. sæti yfir mest lesnu fréttir ársins 2017 á skagafrettir.is.

23. sæti:

Gítarleikari hljómsveitarinnar Skálmaldar, Baldur Ragnarsson, skrifaði frábæran pistil á fésbókina í nóvember 2016. Frétt okkar af þessum pistli fór víða og vakti athygli en í þessum pistli koma Skagamenn við sögu. Fréttin er í 23. sæti yfir mest lesnu fréttir ársins.

24. sæti:

Skagamenn nær og fjær eru mjög áhugasamir um uppbygginguna sem er fyrirhuguð á Jaðarsbakkasvæðinu. Frétt um hugmyndir starfshóps um uppbyggingu á Jaðarsbökkum sem var birt 8. október 2017 vakti mikla athygli og er í sæti nr. 24. yfir mest lesnu fréttir á skagafrettir.is á árinu 2017. 

 

25. sæti:
Feðgarnir í Ozone eru í sæti nr. 25. en þeir brugðu á leik í verslunni og hentu í skemmtilegt flipp myndband. Á Youtube hafa um 1.500 horft á myndbandið og vel á annað þúsund lásu fréttina þegar hún fór í loftið á skagafrettir.is 11. september 2017.