Nemendur Grundaskóla söfnuðu hárri fjárhæð fyrir börn í Malaví

Börn í bæjunum Chiradzulu og Mwanza í Malaví fá góðan stuðning frá nemendum Grundaskóla á Akranesi.  Nýverið fór fram Malaví markaður í Grundaskóla og söfnuðust rúmlega 650.000 kr.

Malaví markaðurinn er fastur liður í starfi Grundaskóla þar sem að nemendur og starfsfólk sameinast í verkefninu, breytum krónum í gull.

Eins og áður segir safnaðist um 650.000 kr. og verða þeir fjármunir nýttir til þess að auðvelda börnum í tveimur bæjum í Malaví að stunda nám.

Þessi söfnun á sér langa sögu sem nær yfir rúman áratug. RÚV var í heimsókn í Grundaskóla á dögunum þar sem þessu söfnun var rauði þráðurinn í því innslagi.  Hægt er að sjá það innslag með því að smella á myndina.