Jólamorgunstund Brekkubæjarskóla fór fram í vikunni að viðstöddu fjölmenni í íþróttahúsinu við Vesturgötu. Fjölbreytt og lífleg dagskrá var í boði fyrir gesti, og tæknimálin voru að venju í höndum nemenda.
Nemendur sungu, léku á hljóðfæri, sýndu fimleikaatriði og dans.
Það er mikið af hæfileikum í Brekkubæjarskóla – vel gert og til hamingju.