Íbúum á Akranesi fjölgar jafnt og þétt

Íbúum á Akranesi fjölgar jafnt og þétt með hverju árinu sem líður. Alls voru 7.216 íbúar á Akranesi í byrjun desember á þessu ári. Í spá sem Akraneskaupstaður hefur gert um íbúaþróun er gert ráð fyrir að rétt tæplega 7.500 íbúar verði á Akranesi árið 2021.

Frá árinu 1920 hefur íbúum á Akranesi fjölgað um tæplega 6.300. Árið 1979 voru íbúar Akraness í fyrsta sinn fleiri en 5000 eða 5.017 alls. Á næstu 16 árum fjölgaði íbúum á Akranesi ekki mikið og fólksfækkun átti sér stað á árunum 1987-1996. Frá árinu 1996 hefur íbúum fjölgað jafnt og þétt og sérstaklega á árunum 2006-2007.