Erfiður rekstur hjá Leyni en félagsmönnum fjölgar

Rekstur Golfklúbbsins Leynis var erfiður rekstrarárið 2017 og lækkuðu rekstrartekjur um 10% milli ára.  Heildartap árins að teknu tilliti til fyrninga og fjármunagjalda var rúmar 10 mkr. Rekstrartekjur voru rúmar 71,5 mkr. og rekstrargjöld tæpar 76 mkr. Þetta kom fram á aðalfundi Leynis þann 12. desember. s.l.

Ársreikningar Leynis 2017

Skýrsla stjórnar Leynis 2017. 

Færri gestir léku golf á Garðavelli og var samdrátturinn um 12%. Spilaðir voru 16.235 hringir samanborið við 18.400 hringi árið 2016.

Félagsmönnum í Leyni fjölgaði um 12% og þar hefur mesta aukningin verið hjá konum, börnum og unglingum. Alls eru 490 félagar í Leyni.

Fjölbreytt mótahald var að vanda á vegum Leynis í sumar með blöndu af innanfélagsmótum, opnum mótum og GSÍ mótum sem töldu um 57 talsins. Mótasókn minnkaði milli ára en um 2.235 kylfingar sóttu Garðavöll heim samanborið við tæpa 2500 árið 2016.

Bjartir og spennandi tímar eru framundan í húsnæðismálum með nýrri frístundamiðstöð þar sem samningar um verkefnið eru í höfn og styttist í að framkvæmdir hefjist.

Stjórn Leynis var endurkjörin en hana skipa Þórður Emil Ólafsson formaður, Eiríkur Jónsson, Hörður Kári Jóhannesson, Berglind Helgadóttir og Ingibjörg Stefánsdóttir. Heimir Bergmann var kosinn sem nýr varamaður í stjórn. Úr stjórn gekk Hannes Marinó Ellertsson og var honum þakkað fyrir góð stjórnarstörf undanfarin 6 ár.

Hannes Marinó og Þórður Emil.

Úr stjórn gekk Hannes Marinó Ellertsson og var honum þakkað fyrir góð stjórnarstörf undanfarin 6 ár.

Þórður Emil Ólafsson formaður Leynis og Pálína Alfreðsdóttir móðir Valdísar.

Guðmundar og Óðinsbikarinn fékk Valdís Þóra Jónsdóttir fyrir góðan árangur á árinu en hún átti afbragðsgott tímabil sem atvinnukylfingur. Valdís var ekki viðstödd en Pálína Alfreðsdóttir móðir hennar tók við viðurkenningunni.

 

Þórður Emil Ólafsson formaður Leynis og Björn Viktor Viktorsson.

Björn Viktor Viktorsson fékk háttvísisverðlaun GSÍ en þau eru veitt ár hvert þeim kylfingi undir 18 ára aldri sem endurspeglar hvað mest þá eiginleika sem Leynir vill sjá í afreksefnaunglingum sínum.

Þórður Emil Ólafsson formaður Leynis og Garðar Axelsson.

Garðar Axelsson fékk viðurkenningu fyrir mestu forgjafarlækkun hjá Leyni en Garðar lækkaði úr 54,0 í 37,0 á árinu 2017 en Garðar gekk í Leyni á vormánuðum sem nýliði.

Þórður Emil Ólafsson, Guðmundur Sigurjónsson og Jóhannes Karl Engilbertsson.

Guðmundur Sigurjónsson og Jóhannes Karl Engilbertsson fengu viðurkenningu fyrir flesta spilaða hringi á árinu en þeir töldu um 78 frá opnun vallar til lokunnar nú í haust.

Með því að smella á myndina hér fyrir neðan má nálgast meira efni frá aðalfundinum.