Mest lesnu fréttir ársins 2017 á skagafrettir.is – sæti nr. 16-20

Við höldum áfram að rifja upp vinsælustu fréttir ársins á skagafrettir.is. Að þessu sinni er komið að fréttum sem eru í sætum nr. 16-20. Hér fyrir neðan má einnig finna fréttalistana sem eru í sætunum þar fyrir neðan.

Mest lesnu fréttir ársins á skagafrettir.is – sæti nr. 21-25 – Skagafréttir.is

Mest lesnu fréttir ársins á skagafrettir.is – sæti nr. 25-30 – Skagafréttir.is

16. sæti:

Björn Bergmann Þórhallsson kylfingur var í léttum gír á svölunum á golfhóteli á Spáni þegar hann settist í stól sem var frekar heitir. Þessi frétt var sjóðheit á árinu 2017 og fékk vel á annað þúsund heimsóknir.

17. sæti: 
Það er ekki á hverjum degi sem það gerist að flugvél lendi á Garðavelli á Akranesi. Það var þó raunin í sumar þegar fisvél lenti á Garðavelli og þar var á ferðinni kylfingur sem ætlaði sér að leika golf á Skaganum.

18. sæti:
Jóna Alla Axelsdóttir söng sig inn í hug og hjörtu landsmanna í sjónvarpsþættinum The Voice sem sýndur var á Stöð 2.

19. sæti:
Arnór Sigurðsson atvinnumaður í knattspyrnu hefur gert góða hluti á sínu fyrsta ári í nýju vinnunni í Svíþjóð. Þetta viðtal við Arnór flaug hátt á skagafrettir.is.

20. sæti:
Skagamenn nær og fjær eru ávallt áhugasamir um það sem er að gerast á vinnumarkaðinum á Akranesi. Ráðning í tvær stöður hjá Akraneskaupstað vakti athygli og vel á annað þúsund lesendur smelltu á þessa frétt.