Útskrift FVA ı Hilmar Örn í stuði og fékk margar viðurkenningar

Hilmar Örn Jónsson hlaut viðurkenningu fyrir bestan árangur á stúdentsprófi á haustönn 2017 við útskriftarathöfn sem fram fór í Fjölbrautaskóla Vesturlands fimmtudaginn 21. desember. Fjölmenni mætti í hátíðarsal FVA þar sem Dröfn Viðarsdóttir aðstoðarskólameistari flutti annál haustannar 2017.

Við athöfnina fluttu Edgar Gylfi Skaale Hjaltason og Halla Margrét Jónsdóttir eitt lag á píanó.

Jóna Alla Axelsdóttir söng eitt lag við undirleik Birgis Þórissonar og þau Oddný Guðmundsdóttir, Edgar Gylfi Skaale Hjaltason og Sigurður Jónatan Jóhannsson fluttu eitt lag við undirleik Birgis Þórissonar. Óli Örn Atlason fyrrverandi nemandi skólans flutti ávarp.

Fyrir athöfnina lék hljómsveit skipuð nemendum úr Tónlistarskólanum nokkur vel valin lög. Hana skipuðu: Brynhildur Traustadóttir, Eiður Andri Guðlaugsson, Eyrún Sigþórsdóttir, Freyja María Sigurjónsdóttir, Oddný Guðmundsdóttir og Þórdís Eva Rúnarsdóttir.

Dröfn Viðarsdóttir aðstoðarskólameistari, Ágústa Elín Ingþórsdóttir skólameistari og Hilmar Örn Jónsson.

Elvar Már Sturlaugsson nýstúdent flutti ávarp fyrir hönd útskriftarnema. Elvar Már fékk einnig viðurkenningu fyrir góðan árangur í þýsku og íþróttum.

Eftirtaldir útskriftarnemar fengu verðlaun og viðurkenningar fyrir ágætan námsárangur og störf að félags- og menningarmálum. Nöfn þeirra sem gáfu verðlaun eru innan sviga.

Alexander Kárason.

Alexander Örn Kárason fyrir ágætan árangur í þýsku (Omnis Verslun) og fyrir ágætan árangur í stærðfræði (Íslandsbanki Akranesi)

Axel Guðni Sigurðsson fyrir ágætan árangur í sérgreinum rafiðngreina (Skaginn 3X)

Elsa Jóna Björnsdóttir fyrir ágætan árangur í sérgreinum sjúkraliðabrautar (Rótarýklúbbur Akraness)

 

Hilmar Örn Jónsson fyrir ágætan árangur í stærðfræði (Íslenska stærðfræðifélagið); fyrir ágætan árangur í ensku og þýsku (Fjölbrautaskóli Vesturlands); fyrir ágætan árangur í raungreinum (Gámaþjónusta Vesturlands) og fyrir ágætan árangur í stærðfræði og eðlisfræði (Minningarsjóður Þorvaldar Þorvaldssonar)

Linda María Rögnvaldsdóttir hlaut viðurkenning fyrir góð störf að félags- og menningarmálum (Minningarsjóður Karls Kristins Kristjánssonar)

Friðrik Snær Ómarsson fyrir ágætan árangur í þýsku og dönsku (Penninn Eymundsson Akranesi); fyrir ágætan árangur í stærðfræði (Norðurál) og fyrir ágætan árangur í efnafræði og líffræði (Elkem Ísland).

Catherine Soffía Guðnadóttir fyrir ágætan árangur í ensku og dönsku (Fjölbrautaskóli Vesturlands).

Vigdís Erla Sigmundsdóttir fyrir ágætan árangur í íþróttum og samfélagsgreinum (Verkalýðsfélag Akraness); fyrir ágætan árangur í stærðfræði (Landsbankinn Akranesi) og fyrir ágætan árangur í efnafræði (Sóroptimistasystur Akranesi).

Jón Jóhannsson fyrir ágætan árangur í sérgreinum í húsasmíði (Meitill og GT Tækni)

Anna Karolina Belko, hvatningarverðlaun til áframhaldandi náms (Zontaklúbbur Borgarfjarðar)

Ágústa Elín Ingþórsdóttir skólameistari ávarpaði útskriftarnemendur í lok athafnarinnar og óskaði nemendum gæfu og velfarnaðar.