Um miðjan desember útskrifuðust 33 nemendur úr stóriðjuskóla Norðuráls. Þetta er í fimmta sinn sem nemendur ljúka námi í stóriðjuskóla Norðuráls og alls hafa rúmlega 100 starfsmenn fyrirtækisins útskrifast og fengið þar með aukna færni og þekkingu á lykilferlum við örugga og hagkvæma framleiðslu á áli.
Frá þessu er greint á vef VFLA.

Grunnnám stóriðjuskólans er þrjár annir og gefur þeim starfsmönnum sem því ljúka launahækkun upp á 5%.
Framhaldsnám skólans gefur af sér 5% launahækkun til viðbótar, og þeir sem ljúka við bæði stig námsins fá því samtals 10% launahækkun.
Stóriðjuskólinn var eitt af lykilatriðum hjá Verkalýðsfélagi Akraness þegar kjarasamningar voru gerðir við Norðurál árið 2011.
Glæsileg útskriftarathöfn fór fram í Norðuráli þegar nemendurnir voru útskrifaðir nú í desember.
Fleiri myndir frá athöfninni er að finna hér.