Létt stemning í áramótasjósundi Skagamanna

Félagar í Sjóbaðsfélagi Akraness kvöddu árið 2017 með glæsilegum hætti á Langasandi í gær 30. desember. Þar mætti fjölmennur hópur og margir voru vel skreyttir og í litríkum fötum í tilefni dagsins. Stjörnuljós og flugeldar komu við sögu í þessu sundi og léttleikinn var í aðalhlutverki líkt og áður hjá Sjóbaðsfélögum.

Lofthitinn var -4 og hitastig sjávar var um 1 gráða. Þrátt fyrir kalt veður lét sundfólkið það ekki aftra sér að fara í sjóinn og hér fyrir neðan eru nokkrar myndir frá áramótastund Sjóbaðsfélagsins.