Aðildarfélög ÍA hafa greint frá því hvaða einstaklingar koma til greina í kjörinu á Íþróttamanni Akraness 2017. Á næstu dögum verður stutt kynning á helstu afrekum íþróttafólksins úr hverri grein fyrir sig.
Á vef Akraneskaupstaðar geta íbúar Akraness tekið þátt í kjörinu og með því að smella hér þá getur þú tekið þátt:
Brimrún Eir Óðinsdóttir er klifrari ársins hjá ÍA en hún er fædd árið 2001 og æfir með Klifurfélagi ÍA. Brimrún sigraði á Íslandsmeistaramótinu í línuklifri í flokki 16-19 ára og tryggði ÍA þar með sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í klifri. Áður hafði hún tryggt ÍA silfurverðlaun á Bikarmeistaramóti Íslands í grjótglímu.
Brimrún Eir var fulltrúi ÍA í samnorrænum æfingabúðum sumarið 2017 þar sem 60 bestu klifrarar Norðurlandanna hittust og æfðu saman. Þar sýndi hún flotta frammistöðu, var áhugasöm og afar vel liðin af æfingafélögum sínum. Í útiklifri hefur hún notað tímann vel. Hún er óhrædd að prófa erfiðar og flóknar klifurleiðir og hefur nú þegar klifrað nokkrar klassískar leiðir á klifursvæðum á Íslandi.
Brimrún Eir er fyrirmyndar íþróttakona og er fyrsti klifrarinn til að hefja nám á Afrekssviðið FVA. Hún er skipulögð, samviskusöm og metnaðarfull, góður félagi og alltaf tilbúin að aðstoða félaga sína í klifrinu. Hún er flott fyrirmynd fyrir unga klifrara sem æfa hjá ÍA. Brimrún Eir er vel að titlinum Klifrari ársins 2017 komin.
Brimrún Eir er á sínu fyrsta ári í 16-19 ára flokki en þar sigraði hún örugglega á Íslandsmeistaramótinu í línuklifri sem haldið var í Hafnarfirði nú í haust. Sem stendur er Brimrún Eir efst í sínum flokki á Íslandsmeistaramótaröðinni í grjótglímu í 16-19 ára flokki og stendur vel að vígi fyrir seinni helming mótaraðarinnar.