Hafliði Páll fær 6,5 milljónir í bætur vegna uppsagnar í FVA

Íslenska ríkið hef­ur verið dæmt til að greiða Hafliða Páli Guðjóns­syni 6,5 millj­ón­ir króna í bæt­ur vegna ólög­mætr­ar upp­sagn­ar úr starfi aðstoðarskóla­meist­ara við Fjöl­brauta­skóla Vest­ur­lands á Akra­nesi haustið 2015. Dóm­ur­inn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykja­vík­ur þann 29. des­em­ber síðastliðinn. Frá þessu er greint á mbl.is.

Hafliði hafði starfað sem kenn­ari við Fjöl­brauta­skóla Vest­ur­lands um ára­bil og árið 2015 sótti hann um og fékk stöðu aðstoðarskóla­meist­ara við skól­ann, eft­ir að hafa verið met­inn hæf­ast­ur af hópi 14 um­sækj­enda um stöðuna. Ráðning­ar­samn­ing­ur­inn kvað á um tíma­bundna ráðningu Hafliða í starfið frá 1. ág­úst 2015 til 31. júlí 2020.

Fljót­lega komu þó upp sam­starfs­örðug­leik­ar á milli Hafliða og skóla­meist­ara Fjöl­brauta­skól­ans, Ágústu El­ín­ar Ingþórs­dótt­ur og endaði það með því að skóla­meist­ar­inn tók ákvörðun um að vísa Hafliða úr starfi aðstoðarskóla­meist­ara þann 28. sept­em­ber 2015 og síðar úr starfi kenn­ara við skól­ann, þann 8. októ­ber 2015.

 

Alls gerði Hafliði kröfu um rúm­lega 63 millj­ón króna bæt­ur vegna upp­sagn­ar­inn­ar, en fær sem áður seg­ir 6,5 millj­ón­ir ásamt drátt­ar­vöxt­um. Auk þess þarf ís­lenska ríkið að greiða Hafliða 1,2 millj­ón­ir til viðbót­ar í máls­kostnað.

Dóm­ur Héraðsdóms í heild sinni