Aðildarfélög ÍA hafa greint frá því hvaða einstaklingar koma til greina í kjörinu á Íþróttamanni Akraness 2017. Á næstu dögum verður stutt kynning á helstu afrekum íþróttafólksins úr hverri grein fyrir sig.
Á vef Akraneskaupstaðar geta íbúar Akraness tekið þátt í kjörinu og með því að smella hér þá getur þú tekið þátt:
Stefán Gísli Örlygsson er skotmaður ársins hjá ÍA. Stefán Gísli er fæddur árið 1974 og æfir með Skotfélagi Akraness. Stefán var í toppbaráttunni á öllum skeet mótum á Íslandi síðastliðið sumar. Hann er bikarmeistari í skeet 2017 og endaði í öðru sæti á Íslandsmótinu í skeet.
Stefán keppti á heimsmeistaramóti í Moskvu og hafnaði í 83 sæti. Hann er stigahæsti skotmaður Íslands á árinu og var valinn í landsliðshóp Skotíþróttasambandsins og mun keppa fyrir hönd Íslands á mótum erlendis á árinu 2018. Stefán Gísli er mikill keppnismaður og ætlar sér langt, hann æfir vel af tækni og þolinmæði og þannig nær hann þessum frábæra árangri.
Enn fremur er Stefán frábær íþróttamaður og ötull liðsmaður við uppbyggingu íþróttar sinnar á Akranesi, ávallt með jákvætt viðhorf og bros á vör sem smitar út frá sér til allra sem í kringum hann eru.
Stefán varð í fyrsta sæti á þremur landsmótum í sumar. Hann vann bikarmeistaratitilinn í haglabyssuskotfimi (skeet), það er sá skotmaður sem er stigahæstur eftir keppnistímabilið. Þá skaut Stefán í þrígang í sumar skor yfir Ólympíulágmarkinu (MQS).
Stefán var valinn í landslið Íslands og keppti hann m.a. á heimsmeistaramótinu í Moskvu nú í haust. Hann hefur einnig tryggt sér þátttöku á heimsmeistaramótinu á næsta ári auk ýmissa annarra landsliðsverkefna.
Stefán varð í 83.sæti af 120 keppendum á heimsmeistaramótinu í haust.
Stefán er stigahæsti skotmaður Íslands á árinu og varð bikarmeistari. Lenti ekki neðar en í öðru sæti á þeim mótum sem hann vann ekki.