Sílóin í „Sementinu“ verða fjarlægð með vélum

Það hefur varla farið framhjá neinum á Akranesi og víðar að ekki hefur tekist að fella fjögur síló í Sementsverksmiðjunni.

S.l. laugardag var gerð önnur tilraun til þess að nota dýnamít til þess að fella mannvirkin. Þórarinn Auðunn Pétursson, framkvæmdastjóri Work North ehf. segir í viðtali á visir.is að ráðleggingar sérfræðinga hafi ekki dugað til þess að fella sílóin og næstu skref séu að taka mannvirkin niður með vélum.

„Við vildum flýta ferlinu með því að nota sprengiefni. Teikningarnar af sílóunum eru hins vegar gamlar og það er ekki alveg að marka þær. Í þeim er mikil steypa og mikið af steypustyrktarjárni. Skammt frá er 60 metra hár strompur sem á að lifa niðurrifið af þannig að það þurfti að vanda til verka,“ segir Þórarinn.

Hér er myndband sem Skagmaðurinn Michal Mogila tók þegar sprengt var í annað sinn um s.l. helgi.