Jón Þór verður aðstoðarþjálfari hjá Stjörnunni

Jón Þór Hauksson, fyrrum þjálfari mfl. karla hjá ÍA og yfirþjálfari yngri flokka, verður aðstoðarþjálfari mfl. karla hjá Stjörnunni. Frá þessu er greint á fotbolti.net. Veigar Páll Gunnarsson verður einnig í þjálfarateyminu en Rúnar Páll Sigmundsson er aðalþjálfari liðsins sem endaði í 2. sæti Pepsideildar karla á s.l. leiktíð.

Samningur Jóns Þórs er til tveggja ára. Davíð Snorri Jónasson og Brynjar Björn Gunnarsson voru aðstoðarþjálfarar hjá Stjörnunni. Davíð Þór tók við U-17 ár landsliði karla hjá KSÍ og Brynjar Þór er þjálfari HK.