Sigrún Eva og Paula æfðu með U-16 ára landsliði Íslands

Sigrún Eva Sigurðardóttir og Paula Gaciarska voru valdar á úrtaksæfingar fyrir U16 ára landslið kvenna. Æfingarnar fóru fram dagana 12.-14. janúar en Jörundur Áki Sveinsson er þjálfari liðsins.

Sigrún Eva hefur leikið með U-17 ára landsliði Íslands en Paula er að stíga sín fyrstu skref með landsliðum Íslands.

Sigrún Eva og Paula í landsliðsbúningum Íslands.