Það styttist í einn stærsta viðburð ársins á Akranesi, en Þorrablót Skagamanna, fer fram laugardaginn 20. janúar í íþróttahúsinu við Vesturgötu. Líkt og undanfarin ár þá þá er áhugi Skagamann á blótinu mikill.
Það eru samt sem áður örfáir miðar enn til sölu og er hægt að hafa samband í gegnum netfangið [email protected] eða í gegnum fésbókarsíðu blótsins sem er hér.
Veislustjóri á Þorrablóti Skagamanna 2018 er Sólmundur Hólm og Galito sér um matinn samkvæmt venju. Árgangur 1977 stýrir annáli Akurnesinga, Slitnir Strengir stíga á stokk, Helgi Björnsson og Sigríður Beinteinsdóttir syngja nokkur lög og hljómsveitin Bland mun sjá um stuðið í lokin.