Klúbbhús Leynis jafnað við jörðu – 40 ára sögu lauk í dag

Það eru margar minningar sem félagsmenn í golfklúbbnum Leyni á Akranesi eiga frá klúbbhúsinu sem tekið var í notkun árið 1978.

Íbúðarhúsið sem kennt var við Grímsholt var keypt árið 1978 með dyggri aðstoð Akranesbæjar og á næstu þremur árum unnu félagsmenn hörðum höndum við endurbætur á félagsheimilinu.

Veturinn 1981 var húsið endurnýjað innanstokks og komið í núverandi horf. 40 ára sögu félagsheimilisins lauk því í dag.

Í dag lauk þessum kafla í rúmlega 50 ára sögu golfklúbbsins Leynis. Húsið var rifið og ný frístundamiðstöð verður reist á þessum stað á næstu misserum. Hér fyrir neðan er myndband og myndasyrpa frá niðurrifinu þar sem starfsmenn Þróttar sáu um að rífa húsið.