Allt klárt fyrir Þorrablótið – ekki gleyma myndatökunni

Það var mikið um að vera í íþróttahúsinu við Vesturgötu í gærkvöld. Þar var fjöldi manns mættur til þess að undirbúa Þorrablót Skagamanna sem fram fer í kvöld. Árgangur 1971 var þar mættur ásamt fjölda sjálfboðaliða úr íþrótahreyfingunni og var salurinn „græjaður“ af mikilli fagmennsku eins og sjá má á þessum myndum.

Skagafréttir hvetur Þorrablótsgesti að gefa sér tíma til þess að fanga augnablikið og búa til minningar í kvöld þegar mætt er á svæðið í íþróttahúsinu við Vesturgötu.

Í anddyri íþróttahússins verður ljósmyndari  á vegum skagafrettir.is sem tekur myndir af gestum sem þess óska.  Við lofum að fara vel með augnablikið og aðeins úrvalsmyndir frá kvöldinu fara á flug á internetinu.