Alvarlegt ástand Vesturlandsvegar á Kjalarnesi

Við undirritaðir tökum eindregið undir áskorun bæjarstjórnar Akraness á samgönguyfirvöld þess efnis að þegar verði brugðist við alvarlegu ástandi Vest­ur­lands­veg­ar á Kjal­ar­nesi og frekari fjármunum veitt til nauðsyn­legra úr­bóta varðandi tvö­föld­un veg­arkafl­ans.

Jafnframt minnum við á áður sendar ábendingar um að afar brýnt sé að lagfæra gatnamótin af Vesturlandsvegi inn á Grundartangasvæðið með hliðsjón af umferðaröryggi.

Virðingarfyllst,
Forsvarsmenn atvinnufyrirtækja á Grundartanga


Þróunarfélag Grundartanga
Faxaflóahafnir
Norðurál
Elkem
Meitill – GT tækni
Stálsmiðjan Framtak
Lífland
Vélsmiðjan Hamar
Snókur verktakar