„Í hverri einustu stórfjölskyldu á Akranesi er sjálfsagt einhver sem getur komið með reynslusögur af Kjalarnesinu. Hefur orðið vitni að háskalegum akstri þar, lent í umferðaróhappi eða komið að slysi. Sögurnar eru óteljandi og vegurinn er mjög varhugaverður,“ segir Bjarnheiður Hallsdóttir á Akranesi í ítarlegu viðtali sem birt er í Morgunablaðinu í dag.
Bjarnheiður er í forystu þess fólks á Skaganum sem hefur hrundið af stað undirskriftasöfnun og öðrum aðgerðum sem mynda eiga þrýsting á stjórnvöld að fara í úrbætur á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi.
Á miðvikudaginn fer fram fundur um samgöngumál í Tónbergi, sal Tónlistarskólans, og hefst fundurinn kl. 18. Þar verður Kjalarnesvegurinn í brennidepli en Bjarnheiður gefur tóninn í viðtalinu i Mogganum í dag með því að segja eftirfarandi.
„Það er ósk Vestlendinga að Vegagerðin fari strax í bráðaaðgerðir á Kjalarnesi, það er fylli í rásir á veginum og slíkt. Í framhaldinu hljóti vegurinn svo að verða tvöfaldaður með öllu sem því fylgir, enda sé gert ráð fyrir slíku í samgönguáætlun næstu ára þó svo fjárframlög hafi ekki fylgt,“ segir Bjarnheiður m.a. í viðtalinu.
Það er ósk Vestlendinga að Vegagerðin fari strax í bráðaaðgerðir á Kjalarnesi, það er fylli í rásir á veginum og slíkt. Í framhaldinu hljóti vegurinn svo að verða tvöfaldaður með öllu sem því fylgir, enda sé gert ráð fyrir slíku í samgönguáætlun næstu ára þó svo fjárframlög hafi ekki fylgt.
Opinn fundur um samgöngumál á Vesturlandi verður haldinn miðvikudaginn 24. janúar næstkomandi frá kl. 18:00 til 20:00 í Tónbergi, sal Tónlistarskólans á Akranesi. Fundarstjóri er Páll S. Brynjarsson
Dagskrá fundarins:
- 18.00 Rakel Óskarsdóttir bæjarfulltrúi á Akranesi setur fundinn
- 18.10 Eyjólfur Árni Rafnsson formaður starfshóps um möguleika á framkvæmdum á stofnleiðum í nágrenni Reykjavíkur og fjármögnun þeirra – Flýting vegframkvæmda og fjármögnun þeirra
- 18.30 Geirlaug Jóhannsdóttir sveitarstjórnarfulltrúi í Borgarbyggð – Lífæð Vesturlands
- 18.50 Kristinn Jónasson bæjarstjóri í Snæfellsbæ – Brýnustu úrbætur í vegamálum fyrir Vesturland
- 19.05 Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra
- 19.25 Opnað fyrir umræður í sal
- 19.50 Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri á Akranesi slítur fundi
Boðið verður upp á súpu og hressingu þegar fundi lýkur.
Skráning á fundinn fer fram hér!