Útskriftarnemar í 10. bekk Grundaskóla standa fyrir glæsilegu bingókvöldi miðvikudaginn 24. janúar.
Nemendurnir eru að safna fyrir lokaferðalagi hópsins og hafa þeir fengið ýmsa aðstoð frá fyrirtækjum og einstaklingum.
Vinningarnir á bingókvöldinu eru glæsilegir og má þar nefna gjafakort frá Joe & The Juice, Timberland skó, peysu frá Hard Rock, Tiger gjafabréf, gjafakort frá Gísla Rakara, Iceware, Lesbókinni og Valdísi ísbúð.
Bingóið fer fram í sal Grundaskóla, miðvikudaginn 24. janúar, húsið opnar kl. 19.30. Eitt bingóspjald kostar 500 kr., 2 spjöld eru á 800 kr. og þrjú á 1000 kr.
Eins og áður segir eru nemendurnir að safna fyrir ferðalögum hópsins á vorönn, en stefnt er að hópeflisferð í Laugar í Sælingsdal og í lokaferðinni er stefnan tekin á Þórsmörk.