Í beinni: Útsending frá fundi um samgöngumál

ÍA TV verður með beina útsendingu frá Opnum fundi um samgöngumál á Vesturlandi sem hefst kl. 18 í dag. Fundurinn fer fram í Tónbergi, sal Tónlistarskólans á Akranesi. Fundarstjóri er Páll S. Brynjarsson

Smelltu hér til að horfa á útsendinguna. 

Dagskrá fundarins:

18.00 Rakel Óskarsdóttir bæjarfulltrúi á Akranesi setur fundinn
18.10 Eyjólfur Árni Rafnsson formaður starfshóps um möguleika á framkvæmdum á stofnleiðum í nágrenni Reykjavíkur og fjármögnun þeirra – Flýting vegframkvæmda og fjármögnun þeirra
18.30 Geirlaug Jóhannsdóttir sveitarstjórnarfulltrúi í Borgarbyggð – Lífæð Vesturlands
18.50 Kristinn Jónasson bæjarstjóri í Snæfellsbæ – Brýnustu úrbætur í vegamálum fyrir Vesturland
19.05 Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra
19.25 Opnað fyrir umræður í sal
19.50 Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri á Akranesi slítur fundi