Framkvæmdastjórar framúrskarandi fyrirtækja eru flestir í Jörundarholti

Í gær var greint frá því að 16 fyrirtæki á Akranesi eru í hópi Framúrskarandi fyritækja á lista Creditinfo og Morgunblaðsins. Það má lesa um þessi fyrirtæki í þessari frétt, Framúrskarandi fyrirtækjum á Akranesi fjölgar á lista Creditinfo.

Akranes kemur mikið við sögu á þessum lista og það er skemmtileg staðreynd að alls eru 7 framkvæmdastjórar Framúrskarandi fyrirtækja búsettir í Jörundarholti á Akranesi. Fyrirtækin sem þessir framkvæmdastjórar vinna hjá eru samt sem áður ekki öll með aðsetur á Akranesi.

Á landsvísu trónir Jörundarholtið á toppnum á þessum lista. Þrastarhöfði í Mosfellsbæ er í öðru sæti með 6 framkvæmdastjóra og Háarif á Hellissandi er með 5 framkvæmdastjóra og er í þriðja sæti á þessum lista.

 

 

 

 

http://localhost:8888/skagafrettir/2018/01/24/framurskarandi-fyrirtaekjum-a-akranesi-fjolgar-a-lista-creditinfo/