Skagamaðurinn Sveinbjörn Hafsteinsson á stóran þátt í einu vinsælasta lagi landsins um þessar mundir.
Sveinbjörn, sem er kunnur fyrir söng sinn með Fjallabræðrum, sá um gerð myndbandsins við lagið „Ég ætla að skemmta mér“ með hljómsveitinni Albatross.
En sveitina skipa þeir Sverrir Bergmann Magnússon, Halldór Gunnar Pálsson, Óskar Þormarsson, Helgi Egilsson og Halldór Smárason. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.