Hátónsbarkarnir Matthildur og Sigríður skrefi nær„Samfés“

Margir efnilegir söngvarar stigu á stokk í Tónbergi, sal Tónlistarskóla Akraness, þar sem hin árlega Hátónsbarkakeppni fór fram.

Þar kepptu nemendur úr Grunda – og Brekkubæjarskóla um að komast í Samvest, sem er undankeppni fyrir Samfés, söngvakeppni félagsmiðstöðva. Sigríður Sól úr Brekkubæjarskóla og Matthildur Hafliðadóttir úr Grundaskóla verða fulltrúar Arnardals í Samvest þann 7. febrúar í Borgarnesi.

 

Dómnefndin valdi Sigríði Sól úr Brekkubæjarskóla og Matthildi Hafliðadóttur úr Grundaskóla. Þær tækifæri til þess að syngja í Samvest þann 7. febrúar n.k. fyrir hönd félagsmiðstöðvarinnar Arnardals.