„Sjúklega flottur hljómburður í Akranesvita“

Þórir Geir & Gyða Margrét eru á meðal keppenda í Söngvakeppni RÚV 2018 þar sem þau flytja lagið Brosa eða With You. Á dögunum komu þau við í Akranesvita til þess að kanna þann orðróm sem þau höfðu heyrt um frábæran hljómburð vitans.

„Við mættum á staðinn og urðum heltekin af útsýninu og vitanum sjálfum. Hljómburðurinn í honum var alveg sjúklega flottur og stóðumst við ekki mátið og tókum upp cover af laginu Lucky eftir þau Jason Mraz & Colbie Caillat.“

 

Lag Þóris Geirs og Gyðu Margrétar í Söngvakeppninni 2018 er á Spotify bæði á íslensku og ensku:

Brosa: https://open.spotify.com/track/1b2MChv5Dl0SddEa5D71Sz
With You: https://open.spotify.com/track/7mLzWbhfte0GyapKcfN5Ta