FVA myndir úr kistu Ævars! – þekkir þú fólkið á myndunum?

Í þessari laufléttu frétt má sjá myndir sem skagafrettir.is komust yfir nýverið. Þar er að finna myndir sem voru í mörg ár á skiltum í íþróttahúsinu við Vesturgötu.

Myndasmiðurinn er í flestum tilvikum Þórólfur Ævar Sigurðsson, fyrrum íþróttakennari við FVA og grunnskóla Akraness.

Myndirnar eru alls ekki í bestu gæðum þar sem að þetta eru ljósrituð eintök af frumeintökunum sem eru geymd á góðum stað – svo góðum að þær finnast varla.

Myndirnar verða birtar á fésbókarsíðu Skagafrétta á allra næstu dögum og væri gaman að fá aðstoð við við myndatexta á viðkomandi myndum.