Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir frá Akranesi gerði nýverið samning við fyrirtækið Golf Company hér á landi. Valdís Þóra keppti um síðustu helgi í fyrsta sinn í fatnaði frá Abacus og hóf þar með samstarfið með formlegum hætti.
„Frábær föt og æðislegt að fá stuðninginn frá þeim fyrir þetta ár, ég mæli með að þið kíkið til þeirra í Bæjarlindina,“ segir Valdís Þóra sem er þessa stundina stödd í Ástralíu þar sem hún keppir á LET Evrópumótaröðinni – sterkustu mótaröð Evrópu.
Næsta mót hjá Valdísi Þóru hefst á föstudaginn. Mótið heitir ActewAGL Canberra Classic og fer fram á Royal Canberra golfvellinum.