Sigríður Sól Þórarinsdóttir söng sig inn í lokakeppni Söngvakeppni félagsmiðstöðva og verður hún fulltrúi Arnardals í lokakeppni Samfés.
Sigríður Sól naut aðstoðar Katrínar Leu Daðadóttur og Heklu Maríu Arnardóttur við flutningin í Samvest sem fram fór í Borgarnesi í gærkvöld.
Sigríður Sól flutti lagið If I Aint Got You sem er upprunalega flutt af Alicia Keys. Katrín Lea lék á bassa í laginu og Hekla á hljómborð.