Gísli endurkjörinn í stjórn KSÍ – Helga náði ekki kjöri

Á ársþingi KSÍ í dag var kosið í fjögur sæti í stjórninni en tíu aðilar að buðu sig fram. Aldrei áður hafa eins mörg framboð komið í stjórnina eins og nú. Skagamaðurinn Gísli Gíslason fékk endurkjör í stjórn KSÍ en Helga Sjöfn Jóhannesdóttir, formaður Íþróttabandalags Akraness náði ekki kjöri.

Ingi Sigurðsson úr Vestmannaeyjum og Valgeir Sigurðsson úr Garðabæ koma nýir inn í stjórn KSÍ. Rúnar Vífill Arnarson úr Keflavík fékk ekki nógu mörg atkvæði en hann hefur setið í stjórn KSÍ í áratug.

Ragnhildur Skúladóttir úr Reykjavík fékk endurkjör í stjórn KSÍ líkt og Gísli.

 

Ásgeir Ásgeirsson (Reykjavík), Helga Sjöfn Jóhannesdóttir (Akranesi), Ríkharður Daðason (Reykjavík), Sigmar Ingi Sigurðarson (Kópavogi) og Valdimar Leó Friðriksson (Mosfellsbæ) voru einnig í framboði en þau náðu ekki kjöri.

Guðni Bergsson var kjörinn formaður KSÍ til tveggja ára á 71. ársþingi KSÍ í febrúar 2017. Tveggja ára kjörtímabili Guðna sem formanns lýkur því á 73. ársþingi KSÍ árið 2019 og var því ekki kosið um formann nú.

Atkvæðafjöldi í kosningunni í dag:
Ingi Sigurðsson (Vestmannaeyjar) 109
Gísli Gíslason (Akranes) 80
Ragnhildur Skúladóttir (Reykjavík) 72
Valgeir Sigurðsson (Garðabær) 63


Rúnar V. Arnarson (Reykjanesbæ) 55
Sigmar Ingi Sigurðarson (Kópavogur) 43
Helga Sjöfn Jóhannesdóttir (Akranes) 40
Ásgeir Ásgeirsson (Reykjavík) 33
Valdimar Leó Friðriksson (Mosfellsbær) 27
Ríkharður Daðason (Reykjavík) 14.

Stjórn KSÍ:
Guðrún I. Sívertsen, Reykjavík
Borghildur Sigurðardóttir, Kópavogi
Magnús Gylfason, Hafnarfirði
Vignir Már Þormóðsson Akureyri
(Tveggja ára kjörtímabili þeirra lýkur í febrúar 2019)

Gísli Gíslason, Akranesi
Ragnhildur Skúladóttir, Reykjavík
Ingi Sigurðsson, Vestmannaeyjum
Valgeir Sigurðsson,Garðabæ