Guðjón Gauti er með eldvarnirnar á tæru

Guðjón Gauti Vignisson nemandi í 3. bekk í Brekkubæjarskóla fékk óvænta heimsókn í morgun. Þar mætti enginn annar en Þráinn Ólafsson slökkviliðsstjóri á Akranesi.

Þráinn afhenti Guðjóni Gauta viðurkenningu fyrir hina árlegu eldvarnargetraun sem Landssamband slökkviliðsmanna og sjúkraflutningamanna stendur fyrir.

Guðjón Gauti datt í lukkupottinn og var dreginn út í ár. Hann fékk viðurkenningarskjal ásamt reykskynjara og fleiri vinningum.