Skagamaðurinn „Uche“ þrefaldur Íslandsmeistari

Skagamaðurinn Uchechukwu Michael Eze fór heldur betur á kostum á Íslandsmóti öldunga í frjálsíþróttum sem fram fór um s.l. helgi í Reykjavík.

„Uche“ keppir fyrir hönd UMSB í frjálsíþróttum og er hann eldfljótur að hlaupa eins og sjá má á úrslitunum hér fyrir neðan. Knattspyrnudómarinn góðkunni varð þrefaldur Íslandsmeistari í hlaupagreinum í flokki 45-49 ára en hann er fæddur árið 1971 og er því 47 ára gamall.

60 metra hlaup:
1. Uchechukwu Michael Eze (1971) UMSB 7,93 sek.
2. Ólafur Guðmundsson (1969) Selfoss 8,12 sek.

200 metra hlaup:
1. Uchechukwu Michael Eze (1971) UMSB 26,09 sek.
2. Benedikt Bjarki Ægisson (1970) Ármann 30,88 sek.

400 metra hlaup:
1. Uchechukwu Michael Eze (1971) UMSB 57,78 sek.
2. Reimar Snæfells Pétursson (1972) SPS 58,41 sek.
3. Axel Einar Guðnason 1970 (FH) 64,07 sek.

Ólafur Guðmundsson er hér til vinstri og óskar Uchechukwu Michael Eze til hamingju með gullverðlaunin.

Uchechukwu Michael Eze er giftur Signý Ingvarsdóttur og börnin þeirra þrjú eru Anna Eze, Ngozi Jóhanna Eze og Osita Brimar Eze.