Skagamaðurinn Sveinbjörn Hafsteinsson hefur á undanförnum árum vakið athygli fyrir söng sinn með karlakórnum Fjallabræðrum. Sveinbjörn er hvergi nærri hættur eins og sjá má á þessum myndböndum sem hann birti á fésbókarsíðu sinni.
Þar syngur hann af innlifun og leikur sjálfur á gítar. Lögin sem hann tók upp eru Long Way Down með Tom Odell og Stay með söngkonunni Rihanna. Lögin eru hér fyrir neðan og frumútgáfurnar einnig.