Skagamaðurinn Guðmundur Kjartansson birti þetta myndband á fésbókarsíðu sinni þar sem ökumaður sýndi af sér ótrúlegt dómgreindarleysi.
Guðmundur starfar við að halda vegunum opnum í vetrarríkinu sem er víðsvegar um landið. Hann var að í slíku verkefni rétt við Álverið í Straumsvík þegar bíll fer fram úr vörubílnum sem Guðmundur ók.
Minnstu munaði að bifreiðin færi framan á tvær bifreiðar sem voru á hinni akreininni. Myndbandið segir alla söguna og minnir okkur á að það þarf að fara varlega í umferðinni.