Jakob Svavar er langefstur í stigakeppni Meistaradeildarinnar

Skagamaðurinn Jakob Svavar Sigurðsson heldur áfram að gera góða hluti í Meistaradeildinni í hestaíþróttum. Jakob Svavar sigraði á hestinum Júlíu frá Hamarsey í slaktaumatölti á síðasta móti með glæsibrag. Annar varð Viðar Ingólfsson og Pixi frá Mið-Fossum og í því þriðja varð Teitur Árnason og Brúney frá Grafarkoti.

Í Meistaradeild hestaíþrótta er keppt í átta greinum og samanlagður sigurvegari úr keppnunum átta stendur uppi sem sigurvegari. Næsta mót er 1. mars þar sem keppt verður í fimmgangi.

Jakob Svavar er langefstur í stigakeppninni í einstaklingskeppninni með 24 stig  og er með 9,5 stigi meira en sá sem er í öðru sæti.

Einstaklingskeppni Stig
Jakob Svavar Sigurðsson 24
Árni Björn Pálsson 14,5
Elin Holst 14,5
Viðar Ingólfsson 13
Ásmundur Ernir Snorrason 8
Teitur Árnason 8
Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir 6
Matthías Leó Matthíasson 5,5
Gústaf Ásgeir Hinriksson 5,5
Bergur Jónsson 5,5
Þórdís Erla Gunnarsdóttir 5
Sylvía Sigurbjörnsdóttir 4
Hulda Gústafsdóttir 2
Hinrik Bragason 2
Ragnhildur Haraldsdóttir 0,5