Þrjátíu og þrír útskrifuðust úr Stóriðjuskóla Norðuráls

Þrjátíu og þrír nemendur útskrifuðust nýverið frá Stóriðjuskóla Norðuráls, sautján úr grunnnámi og sextán úr framhaldsnámi.

Stóriðjuskóli Norðuráls hefur verið starfræktur frá árinu 2012 og hafa 100 nemendur útskrifast frá skólanum. Tilgangur námsins er meðal annars sá að auka verðmætasköpun og styrkja samkeppnisstöðu fyrirtækisins, auka öryggi starfsfólks við vinnu, og efla starfsánægju.

Þetta er fimmti hópurinn sem útskrifast frá Stóriðjuskólanum. Um 80% þeirra sem hafa útskrifast eru í starfi hjá Norðuráli í dag á meðan aðrir hafa kosið að afla sér frekari menntunar.

Norðurál er í samstarfi við Símenntunarmiðstöðina á Vesturlandi og Fjölbrautarskóla Vesturlands um námið, en auk þess koma sérfræðingar frá Norðuráli að kennslunni.

Í tilkynningu frá Norðuráli er útskriftarnemunum óskað til hamingju með áfangann og frábæran árangur.

Útskriftarnemendur Stóriðjuskóla Norðuráls í framhaldsnámi. 

Útskriftarnemendur Stóriðjuskóla Norðuráls í grunnnámi. 

Grunnnám
Albert Ingi Gunnarsson
Aleksandra Janiszewska
Arnar Helgason
Berglind Reynisdóttir
Bjargþór Ingi Aðalsteinsson
Brynjar Freyr Burknason
Erla Signý Lúðvíksdóttir
Grétar Njáll Jónsson
Guðbjörg Perla Jónsdóttir
Guðlaugur Hoffmann
Hannes Stefánsson
Ingibjörn Þórarinn Jónsson
Sigrún Reynisdóttir
Sigurður Hjaltason
Sylwester Wasilewski
Victor Logi Einarsson
Þóra Gunnarsdóttir

Framhaldsnám
Bjarni Tryggvason
Björn Oddsson
Björn Orri Sveinsson
Brandur Matthíasson
Búi Gíslason
Guðrún Birna Blöndal
Hafsteinn Rúnar Gunnarsson
Heiðar Ingi Marinósson
Ingimundur Pétur Guðnason
Jacek Leper
Jakob Ingi Helgason
Jóhann Ragnarsson
Oliver Máni Oliversson
Ólafur Hallur Halldórsson
Óskar Gíslason
Þórður Jóhann Sigurðsson