Rakel skipar efsta sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins

Á fundi fulltrúaráðs sjálfstæðisfélagsins á Akranesi sem haldin var þann 27. febrúar var lögð fram tillaga kjörnefndar að framboðslista flokksins fyrir bæjarstjórnarkosningar sem fram fara laugardaginn 26. maí 2018. Í síðustu bæjarstjórnarkosningum fékk flokkurinn fimm bæjarfulltrúa kjörna.

Sigríður Indriðadóttir forseti bæjarstjórnar gefur ekki kost á sér í efstu sæti listans og Sandra Margrét Sigurjónsdóttir framkvæmdastjóri kemur inn sem nýtt nafn í efstu sætum framboðslistans.

Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins á Akranesi fyrir bæjarstjórnarkosningar 26. maí 2018 verður þannig skipaður.

1. Rakel Óskarsdóttir, verslunarmaður og bæjarfulltrúi
2. Sandra Margrét Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri
3. Einar Brandsson, tæknistjóri og bæjarfulltrúi
4. Ólafur Adolfsson, lyfsali og bæjarfulltrúi
5. Þórður Guðjónsson, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi
6. Kristjana Helga Ólafsdóttir, verslunarmaður og viðskiptafræðingur
7. Stefán Þórðarson, bifreiðastjóri
8. Aldís Ylfa Heimisdóttir háskólanemi
9. Carl Jóhann Gränz, vaktmaður
10. Ester Magnúsdóttir, viðburðarstjóri
11. Ingþór Bergmann Þórhallsson, verslunarstjóri
12 Rúna Björg Sigurðardóttir, einkaþjálfari
13. Guðmundur Brynjar Júlíusson, nemi og verkamaður
14. Ólöf Linda Ólafsdóttir, skrifstofustjóri
15. Daníel Heimisson, háskólanemi
16. Ólafur Grétar Ólafsson, fv. skrifstofumaður
17. Eiríkur Jónsson, sjómaður
18. Sigríður Indriðadóttir, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi

Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins á Akranesi var samþykktur samhljóða.