Skagamaðurinn Teitur Arason náði góðum árangri á Arnold Classsic mótinu í Bandaríkjunum. Teitur keppti í nýjum flokki, Classic Physique, sem er sterkur flokkur og þrátt fyrir allt náði Teitur ekki að komast í topp 5 manna hópinn af alls 35 keppendum.
„Þótt það fari ekki vel í keppnisskapið eftir 15 mánaða æfingar fyrir þetta þá er kom ég í mínu allra besta formi og ekkert sem ég hefði getað gert betur í undirbúningnum. Bara geggjuð reynsla og geggjuð ferð. Vil bara þakka öllum fyrir stuðninginn og peppið,“ skrifar Teitur á Instagram.
Hér fyrir neðan má lesa viðtal við Teit Arason á skagafrettir.is frá því í nóvember árið 2016.
http://localhost:8888/skagafrettir/2016/11/28/eg-var-ekkert-stressadur/
Ættfræðitréð:
Teitur Arason er fæddur á Akranesi. Foreldrar hans eru Jóhanna Fjóla Jóhannesdóttir hjúkrunarfræðingur og Ari Jóhannesson læknir. Teitur á þrjá bræður, Egil Arason og hálfbræðurna Árna Gaut Arason og Jóhannes Arason.