Vel á annan tug keppenda frá Klifurfélagi Akraness mætti til leiks í lokaumferðina á Íslandsmótinu í klifri sem fram fór um s.l. helgi. Keppt var í öllum aldursflokkum.
Brimrún Eir Óðinsdóttir tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í 16-19 ára flokki og landaði þar með öðrum Íslandsmeistaratitli sínum fyrir ÍA.
Sylvía Þórðardóttir komst einnig á verðlaunapall í flokki 11-12 ára þar sem hún fékk silfurverðlaun. Hjalti Rafn Kristjánsson var hársbreidd frá bronsverðlaunum en endaði mótaröðina í fjórða sæti.
Síðasta stóra mót vetrarins er Bikarmeistaramót Íslands sem fram fer í apríl og þar mun Brimrún Eir keppa fyrir hönd ÍA.