Tilþrif og gleði á Íslandsmóti unglinga í badminton

Íslandsmót unglinga í badminton fór fram um helgina á Akranesi. ÍA var gestgjafi mótsins ásamt Badmintonsambandi Íslands.

Keppendur voru 150 talsins frá 8 félögum, Aftureldingu, BH, Hamri, ÍA, KR, TBR, TBS og Samherjum. Flestir komu frá Badmintonfélagi Hafnarfjarðar eða 48 alls og TBR var með 47 keppendur. ÍA var þriðja fjölmennasta liðið með 18 keppendur og þar á eftir komu TBS með 11, Afturelding 9, Hamar 9, KR 6 og Samherjar sendu 2 keppendur.

 

Alls voru 285 leikir spilaðir þessa helgi. Skagamenn náðu prýðisárangri og léku margir þeirra til úrslita. Greint verður frá úrslitum mótsins á mánudag. Hér má myndasyrpu frá lokakeppnisdeginum frá ljósmyndara Skagafrétta.