Strákarnir skrifuðu nýjan kafla í fimleikasögu ÍA

Starfið hjá Fimleikafélagi Akraness er afar öflugt og þar hafa stúlkurnar verið í meirihluta iðkenda. Þátttaka ungra drengja hefur farið ört vaxandi. Æfingar þeirra hafa skilað frábærum árangri og er merki um það góða starf sem unnið er hjá FIMA.

Þessir ungu drengir skrifuðu nýjan kafla fimleikasögu ÍA um s.l. helgi. Í fyrsta sinn var drengjalið frá ÍA í keppni í stökkfimi.

Strákarnir tóku þetta verkefni með trompi, sigruðu í keppni á trampólíni og enduðu í öðru sæti í samanlögðum árangri. Þetta er glæsileg byrjun hjá efnilegu liði.