Það er alltaf nóg um að vera í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Í næstu viku, nánar tiltekið mánudaginn 19. mars, ætlar Góðgerðafélagið Eynir að halda Bingókvöld til styrktar Neistanum.
Neistinn er styrktarfélag hjartveikra barna, og var stofnað þann 9. maí 1995 . Félagið er opið öllum þeim sem áhuga hafa á velferð hjartveikra barna og fullorðinna með hjartagalla. Í dag eru rúmlega 400 fjölskyldur í félaginu.
„Góðgerðafélagið Eynir, eða GEY, hefur verið starfrækt hjá Nemendafélagi Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi, með góðum árangri. Það hefur gengið vel að safna vinningum og félagið hefur staðið fyrir nokkrum söfnunum í gegnum tíðina,“ segir Hjördís Brynjarsdóttir nemandi við FVA við skagafrettir.is.
Hjördís segir að Bingóið fari fram í sal Fjölbrautaskóla Vesturlands. „Húsið opnar 19.30 og Bingóið byrjar kl. 20.00. Við verðum með veitingasölu og þar verður boðið upp á bollakökur frá fyrirtækinu „17 Sortum“ og bakkelsi frá Brauð&Co.“
Vinningarnir á Bingókvöldinu eru glæsilegir. Má þar nefna Simonsen krullujárn frá Hárhúsi Kötlu, úr frá Húrra Reykjavík, matarveisla frá Matarkjallaranum, fjórhjólaferð frá Safari Quads, listaverk frá Aldísi Petru og Classic tour fyrir tvo frá Into the Glacier.“
Bingóspjöldin eru á frábæru verði og borgar sig að kaupa sem flest.
Eitt spjald kostar 1000 kr., 2 spjöld á 1500 og 3 spjöld á 2000 kr.