Valdís Þóra Jónsdóttir, íþróttamaður Akraness 2017, heldur áfram að bæta stöðu sína á heimslista atvinnukylfinga í golfi. Á þessu ári hefur Valdís Þóra farið upp um 114 sæti. Hún er í sæti nr. 299 og hefur kylfingurinn úr Golfklúbbnum Leyni aldrei verið ofar á þessum lista sem er uppfærður vikulega.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR er í 173. sæti á heimslistanum og Ólafía fer niður um 2 sæti en Valdís Þóra fór upp um 12. sæti.
Á þessu ári hefur Valdís Þóra farið upp um 114 sæti eða úr 413 í sæti í nr. 299. Í byrjun árs 2017 var Valdís Þóra í sæti nr. 752 og hefur hún farið upp um 453 sæti.
Frá byrjun árs 2017 hefur Ólafía Þórunn farið úr sæti nr. 611 eða upp um 438 sæti. Ólafía Þórunn hefur náð 170. sætinu á heimslistanum sem er besti árangur sem íslenskur kylfingur hefur náð.