Það ríkir mikil eftirvænting hjá stuðningsmönnum íslenska landsliðsins í knattspyrnu karla. Á fimmtudaginn, 15. mars, verður nýr keppnisbúningur landsliðsins kynntur til sögunnar. Búningurinn verður notaður á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi í sumar og er þetta í fyrsta sinn sem Ísland leikur í lokakeppni HM.
Leikmenn ÍA hafa frá upphafi leikið stórt hlutverk í leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu – og margar minningar sem tengjast landsliðsbúningnum í gegnum tíðina.
🇮🇸Our kit launches tomorrow 🇮🇸
▶Here is a look at the history of our kit.
🗓March 15
⏰15:15 PM (GMT)#fyririsland #TeamIceland pic.twitter.com/36rgN8toJG— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 14, 2018
Hér fyrir neðan er lauflétt skoðanakönnun – þar sem lesendur geta kosið þann búning sem er í uppáhaldi. Taktu þátt með því að velja þinn búning hér fyrir neðan. Mundu bara að ýta á bláa Vote takkann í neðst í fréttinni til að greiða atkvæði.