Hótel Akranes að vakna af dvalanum?

Hótel Akranes sem var að finna við Bárugötu 15 hefur staðið autt í nokkur ár og engin starfsemi hefur verið í húsinu um langan tíma.

Margir Skagamenn eiga góðar minningar frá árunum þegar Hótel Akraness var miðpunktur skemmtanalífsins í bænum.

Það er miklar líkur á því að húsinu verði breytt í íbúðarhúsnæði.

Fyrirspurn þess efnis var tekin fyrir á síðasta fundi skipulags – og umhverfisráðs.

Í fundargerð ráðsins er tekið jákvætt í erindið en breyta þarf deiliskipulagi á Breiðarsvæðinu til þess að þessi hugmynd verði að veruleika.