Hallbera skrifar nýjan kafla í sögu Pepsi-markanna

Hallbera Guðný Gísladóttir, landsliðskona í knattspyrnu frá Akranesi og leikmaður Vals, verður ein af álitsgjöfunum í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 sport í sumar.

Hallbera Guðný verður þar með fyrsta konan sem fær þetta hlutverk sem sérfræðingur í umfjöllun um efstu deild karla í knattspyrnu.

Skagamenn verða áberandi í Pepsi-mörkunum þrátt fyrir að bæði karla – og kvennalið ÍA séu í næst efstu deild á næsta tímabili. Reynir Leósson, náfrændi Hallberu Guðnýjar, verður einn af sex álitsgjöfum þáttarins en hann var áður í þessu hlutverki árið 2012.

Leó Jóhannesson faðir Reynis og Hallbera Jóhannesdóttir móðir Hallberu Guðnýjar eru systkini.

Hörður Magnússon er áfram umsjónarmaður þáttarins. Freyr Alexandersson, Indriði Sigurðsson og Gunnar Jarl Jónsson hafa á undanförnum dögum verið kynntir sem sérfræðingar .