Bræðingurinn er í uppáhaldi hjá Oliver fótboltakappa

Ísak Örn Elvarsson skrifar:

Oliver Stefánsson gæti alveg verið starfsmaður mánaðarins á Subway allt árið 2018  enda er hann tíður gestur á veitingastaðnum á Akranesi. Bræðingurinn er efstur á blaði hjá fótboltastráknum úr Grundaskóla sem á sér mörg áhugamál og er einn efnilegasti COD spilarinn á landinu að eigin sögn.

Skagafréttir ræddi við Oliver um daginn og veginn. Hann fæddist á Englandi, hefur búið í fjórum löndum, er fljótastur að lesa í skólanum og tók viðtal við Gunnar Nelson með matarskeið.

Hver er ástæðan fyrir því að þú æfir og fótbolta?
„Ég hef alltaf verið mjög tengdur fótbolta og allir í kringum mig hafa einhverja sögu í fótboltanum. Mamma var valin efnilegasti leikmaður Íslands á sínum tíma og lék með landsliðinu. Pabbi var lengi atvinnumaður í Stoke og með Norrköping í Svíþjóð og lék einnig með landsliðinu. Það er líklega ástæðan fyrir því að ég æfi fótbolta.“

Hvernig er venjulegur dagur hjá þér?
„Venjulegur dagur hjá mér á sumrin er að ég vakna 5:40 og fer í lyftingasalinn kl. 6 áður en ég fer fyrir vinnu sem byrjar kl. 7. Ég í vinnunni til um 18 og fer um kl. 19 á æfingu með liðinu. Svona er þetta flesta daga yfir sumarið hjá mér en á veturna fer ég líka oft í ræktina á morgnana áður en ég fer í skólann.

„Mig langar að komast í atvinnumennsku. Ég hefði ekkert á móti því að komat til Svíþjóðar til IFK Norrköping þar sem pabbi spilaði nokkuð lengi. Hann er nokkuð vel þekktur þar og það væri ekkert leiðinlegt að ná að feta í fótspor hans. Það væri líka + að fá að leika með landsliðinu.“

Hversu oft í viku æfir þú?
„Ég fer á 9-10 æfingar á viku.“

Hvað er skemmtilegast við íþróttina?
„Skemmtilegast við fótboltann er að vinna leik það er ekkert skemmtilegra.“

Hvað er það eftirminnilegasta sem hefur gerst hjá þér í leik?
„Það er sennilega það sem gerðist í sumar í leik gegn KR. Ég fékk boltann eftir að leikurinn var flautaður á og ég sparkaði fram og boltinn fór yfir markvörðinn og inn. Þetta tók um 3 sekúndur og staðan var 1-0 fyrir okkur..“

Hvert er vandræðalegasta atvikið hjá þér í leik?
„Það er sennilega þegar ég fékk rautt spjald fyrir að slá boltann því hann var á leiðinni inn fyrir mig og ég náði honum ekki.“

Hvaða áhugamál hefur þú fyrir utan fótbolta?
„Áhugamál mín fyrir utan fótbolta eru nokkuð mörg. Ég hef gaman af öllum íþróttum fyrir utan bandí. Mér finnst gaman að fara í veiði og ferðast um heiminn. Það má einnig segja frá því að ég er án efa efnilegasti COD spilari á landinu.“

Ertu hjátrúarfullur?
„Ég fæ mér alltaf eitt lítið Cheerios fyrir leik og ég vona að ég skori þegar ég fæ mér eitt Cheerios.

Staðreyndir:
Nafn: Oliver Stefánsson, fæddur árið 2002 á Englandi.
Aldur: 15 ára.
Skóli: Grundaskóli.
Bekkur: 10 HDG.
Besti maturinn: BBQ rif.
Uppáhalds bátur á Subway: „Þeir eru svo margir og hef ég smakkað alla og það er ekki til vondur bátur á Subway. Bræðingurinn er bestur og ég læt alltaf grilla hann. Ég fer líklega 3-4 sinnum í viku á Subway. Það var stór plús fyrir mig þegar foreldrar mínir keyptu hús á Vogabrautinni – þá er ég nær Subway.
Besti drykkur: Aquarius.
Besta lagið: Stan með Eminem.
Á hvað er eg að horfa á þessa dagana: Ég er mikið að vinna með Hawaii 5-O

Ættartréð:
Foreldrar mínir eru Stefán Þór Þórðarson (41 árs) og Magnea Guðlaugsdóttir (42 ára). Katarína er systir mín en hún er 18 ár ára og litli bróðir okkar heitir Davíð en hann er 5 ára.