Ingibjörg Pálmadóttir bæjarfulltrúi „Frjálsir með Framsókn“ á Akranesi hefur lagt fram tillögu um stytta fjölda vinnustunda hjá starfsfólki Akraneskaupstaðar og/eða auka möguleikann á sveigjanlegri vinnutíma.
Bæjarráð telur mikilvægt að aflað verði upplýsinga um fyrirliggjandi tilraunaverkefni hjá Reykjavíkurborg sem unnið er í samvinnu við heildarsamtök launþega.
Bæjarráð hefur falið bæjarstjóra úrvinnslu málsins í samræmi við umræður á fundinum. Afgreiðslu málsins var frestað til næsta fundar.