Bjarnheiður er nýr formaður Samtaka ferðaþjónustunnar

Skagakonan Bjarn­heiður Halls­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Kötlu DMI ehf., var í dag kjör­in formaður Sam­taka ferðþjón­ust­unn­ar á aðal­fund­in sam­tak­anna í dag.

Kosningin var afar spennandi og fékk Bjarnheiður 44,72% atkvæða. Þórir Garðarsson, sem var varaformaður samtakanna, fékk 0,1% færri atkvæði eða 44,62%.

Margeir Vilhjálmsson fékk 10,65% en Róbert Guðfinsson dró framboð sitt til baka.

Bjarnheiður er fyrsta konan sem er kjörin í þetta embætti hjá Samtökum ferðaþjónustunnar. Grímur Sæmundsen hefur gegnt þessu embætti undanfarin ár en hann gaf ekki kost á sér á ný.

 

Bjarn­heiður Halls­dótt­ir er fram­kvæmda­stjóri ferðaskrif­stof­unn­ar Kötlu DMI. Bjarn­heiður var stunda­kenn­ari við Há­skóla Íslands og eins við Ferðamála­skóla Kópa­vogs auk þess að halda hina ýmsu fyr­ir­lestra varðandi ferðaþjón­ustu. Hún er einnig í for­ystu þess fólks á Skag­an­um sem hef­ur hrundið af stað und­ir­skrifta­söfn­un og öðrum aðgerðum sem mynda eiga þrýst­ing á stjórn­völd að fara í úr­bæt­ur á Vest­ur­lands­vegi á Kjal­ar­nesi.

Í stjórn sam­tak­anna voru kjör­in þau Hall­dóra Gyða Matth­ías­dótt­ir Proppé, rekstr­ar­stjóri sölu- og markaðssviðs Kynn­is­ferða, Ívar Ingimars­son, stofn­andi og fram­kvæmda­stjóri ferðaþjón­ust­unn­ar Óseyri, Jakob Ein­ar Jak­obs­son, fram­kvæmda­stjóri Jóm­frú­ar­inn­ar og Ólöf R. Ein­ars­dótt­ir, eig­andi Mountaineers of Ice­land.

Ingi­björg Ólafs­dótt­ir, hót­el­stjóri Radis­son Blu Hót­els Sögu, og Pét­ur Þ. Óskars­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­skipta­sviðs Icelanda­ir Group, sitja nú þegar í stjórn SAF, en þau voru kjör­in til tveggja ára á aðal­fundi sam­tak­anna árið 2017.