Valdís er Íslandsmeistari á snjóbretti – nýr kafli í íþróttasögu Skagamanna

Valdís Harpa Reynisdóttir, 12 ára stúlka frá Akranesi, heldur áfram að skrifa nýja kafla í íþróttasögu Akraness. Valdí Harpa gerði sér lítið fyrir og sigraði í flokki 13 ára og yngri á Snjóbrettamóti Íslands.

Mótið fór fram í Bláfjöllum 23.-25. mars og var í umsjón Brettafélags Hafnarfjarðar.

Árangur Valdísar Hörpu er afar góður þegar heildarúrslit mótsins eru skoðuð. Hún endaði í 3ja sæti í heildarkeppninni í flokki 17 ára og yngri.

Valdís Harpa var í 2. sæti eftir fyrri umferðina í heildarstigakeppninni en endaði í 3ja sæti eins og áður segir.  Hún fékk ekki verðlaun fyrir þann árangur þar sem hún þarf að vera komin upp í flokk U15 ára.

Eftir því sem best er vitað er þessi árangur Valdísar Hörpu einstakur í íþróttasögu Akraness. Líklega hefur það aldrei gerst áður að Skagamaður fagni Íslandsmeistaratitli í vetraríþrótt.

Ættartréð:
Pabbi: Reynir Georgsson.
Mamma: Dagný Ósk Halldórsdóttir.
Bróðir: Halldór Vilberg Reynisson: 17 ára.

http://localhost:8888/skagafrettir/2017/04/25/valdis-med-gull-og-brons-a-snjobrettinu-a-akureyri/